Fyrsta verkefni Líf styrktarfélags er að ljúka við framkvæmdir á húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar (22A).

Húsið var byggt árið 1973 og hafa nánast engar endurbætur verið gerðar á húsnæðinu síðan þá. Fyrr á árinu var uþb helmingur deildarinnar endurnýjaður, fyrir fé frá framkvæmdastjórn spítalans. Kostnaður við þessar endurbætur á tæplega 400 fermetra svæði nam 73 milljónum. Því miður tókst ekki að afla fjár til að ljúka verkinu.

Eftir eru um 400 fermetrar sem þarf að lagfæra og er áætlaður kostnaður við þennan áfanga tvö um 80 milljónir. Endurnýjun er dýr þar sem endurnýja þarf raflagnir, vatns- og skólplagnir og setja inn loftræstikerfi líkt og tíðkast á sjúkrastofnunum, en fyrir er ekkert lofræstikerfi annað en að opna glugga! Hluti þess svæðis sem verður endurnýjaður er húsnæði sem Vökudeild Barnaspítala Hringsins nýtti áður en Vökudeildin flutti í nýtt húsnæði árið 2003. Þetta svæði er um 110 fermetrar og er í dag vannýtt, m.a. vegna þess að ekki er hægt að koma inn sjúkrarúmum.

Búið er að teikna þennan áfanga, líkt og sést hér að neðan.

AfangiTeikning