Úthlutanir 2016

Nóvember

2 stk Mindray ómskoðunartæki fyrir Göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu.                      Samtals 5.774.000 kr.

Einnig ætlum við að sjónvarpsvæða (47 stk) allar stofur kvennadeildarinnar á næstu misserum og byrjum með að kaupa 14 stk 42″ flatskjái ásamt festingum og heyrnatólum sem draga úr truflun við aðra gesti. Þetta verkefni verður gert í áföngum.

Styrktum nýtt jólaskraut á allar deildar til samræmingar, Samtals 300.000 kr.

Október

5 stk ungbarnavogir og 10 Lazy boy stólar fyrir Meðgöngu og sængurlegudeild 22A.  2 stk Score hringkollar, 55″ skjár sem eykur yfirsýn á deildinni og Sara Steady hjálpartæki til að létta starfsfólki og skjólst með hreyfiskerðingu. allt þetta fyrir kvenlækningadeild 21A. Samtals 2.119.000 kr.

 

Ágúst

4 stk Doptone hlustunartæki fyrir fósturhjartslátt fyrir Göngudeild mæðraverndar og vatnsvél fyrir gesti í móttöku kvennadeildarinnar. Samtals 1.199.00 kr.

Febrúar

2 stk 55″ skjáir til að tengja við rafræna sjúkraskrá fyrir göngudeild mæðraverndar og fórsturgreiningar samþykkt styrkur að upphæð 523.366 kr.

Janúar

Umsókn Ingibjargar Th Heiðarsdóttur um kaup á hitaskáp fyrir göngudeild mæðraverndar og fórsturgreiningar samþykkt, styrkur að upphæð 211.000 kr.

Úthlutanir 2015

Árið 2015 var farið í stórar framkvæmdir á móttöku kvennadeildarinnar og lagið Líf styrktarfélag fram 28 milljónir til verksins.

Úthlutanir 2014

Febrúar

Umsókn frá Katrínu Kristjánsdóttur, krabbameinslækni, Laparoporoscopisk skæri styrkur
870.000 kr.

Umsókn Önnu Sigríðar Vernharðsdóttur deildarstjóra um styrk fyrir kaupum á fæðingarrúmi um
2.190.000 kr.

Anna Sigríður gerði grein fyrir umsókninni skriflega og sagði að fæðingarrúmin sem eru á fæðingarvaktinni væru öll eins. Best væri ef svo væri áfram en viss hængur er þar á þar sem framleiðandi þeirra rúma er að hætta með þessa týpu af rúmum. Anna Sigríður er að kanna aðrar tegundir rúma og verð en það liggur ekki fyrir . Úthlutunarnefnd sammæltist um það að veita Önnu styrk upp að þeirri upphæð er hún bað um. Rúmið er komið og er á stofu 5
2.190.000 kr.

Beiðni kom frá Júlíu Ómarsdóttur um styrk fyrir fræðslugögn á göngudeild mæðraverndar. Um er að ræða líkön, myndir og flettispjöld sem hægt er að panta frá Childbirth Graphics og er heildarupphæð án vsk. Um 330 þús. kr. án flutningskostnaðar. Úthlutunarnefnd taldi rétt að styrkja það.
330.000 kr.

Apríl

Umsókn frá Hrund Magnúsdóttur deildarstjópra kvenlæknignadeildar. Úthlutunarnefnd Lífs hefur tekið fyrir styrktarbeiðni þína um nýtt sjónvarp á setustofu sjúklinga á deild 21A. Samþykkt var að veita styrk upp á 200.000 kr en einstaklingur úr úthlutunarnefndinni mun annast kaupin hjá aðila sem hefur verið góður bakhjarl Lífs og vill úthlutunarnefndin eiga viðskipti við þann aðila.
200.000 kr.

Október

Umsókn frá Helgu Sigurðardóttur, deildarstjóra 22A. Úthlutunarnefnd tók á móti beiðni fyrir tveimur skjám til að hafa á vaktherbergi deildarinnar svo að vaktstjóri og starfsfólk hafi betri yfirsýn yfir starfsemi deildarinnar og skili þannig markvissari þjónustu við sjúklinga deildarinnar.

Sharp LC10LE747  70” sjónvarp   kostnaður   469.000 m/vsk
Sharp LC60LE51    60” sjónvarp   kostnaður   325.000 m/vsk
Samtals 794.000 kr.

Umsókn frá Hrund Magnúsdóttur deildarstjópra kvenlæknignadeildar

Blóðtökuvagni frá Öryggismiðstöðinni –  verð 219.186 kr.
2 x Stálborð á hjólum (50×40) 2stk  frá Eirberg verð pr. stk. 62.900 kr.
2 x Score hringkollur Erco shape frá Eirbergi – verð pr. stk. 64.900 kr.
Samtals 475.000 kr.

Umsókn frá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur, deildarstjóra Fæðingarvaktar LSH. Fæðingarrúm 1.999.104 kr.
1.999.104 kr.

Umsókn frá Katrínu Kristjánsdóttur, krabbameinslækni, um Bookwalter haka til að nota við stórar krabbameinsaðgerðir.
2.744.127 kr.

Úthlutanir 2013

Febrúar4 milljónir til kaupa á kviðsjár-tækjastæðu, framkvæmdastjórn LSH hefur þegar tryggt fjórar milljónir á móti til tækjakaupanna, heildarverð er 8 milljónir.

Febrúar5 milljónir Styrkur til framkvæmda við 1.áfanga endurnýjunar kvenlækningadeildar 21A. Eftirfarandi felst eftirfarandi í 1.áfanga:

 • innrétta nýja setustofu sjúklinga
 • útbúa aðstandendaherbergi
 • útbúa snyrtingu gesta
 • tilfærsla á skrifstofu deildarstjóra þessu tengt
 • viðbót á einni sjúkrastofu þar sem setustofa er nú
 • bæta snyrtiaðstöðu við 5 manna legu-stofuna fremst á ganginum

Heildarstærð húsnæðis sem er undir í breytingum í 1. áfanga  eru um 80 m² og kostnaður við framkvæmdir er áætlaður 5 m.kr.

Apríl – Félagsráðgjafi Kvennadeild Sófi (158.200 skv tilboði) og borð 9.900, alls 168.100 kr. Helga Sól

JúníÆfingadúkkur fyrir PROMPT æfingar til að bregðast við bráðtilvikum við fæðingar. Notað við þjálfun alls starfsfólks sem kemur að fæðingum. Verð 1.187.865 +vsk. Þetta verkefni er fjármagnað fyrir gjafafé frá Lífstöltinu, sem konur í hestamannafélaginu Herði halda.

Júní – Laser til að nota við grindar og stoðkerfisverki hjá þunguðum konum og við sogæðanudd hjá konum eftir brjóstaaðgerðir. Tækið mun einnig nýtast við umönnun sjúkraþjálfara við aðra sjúklingahópa. Verð 539.082 + vsk

Júní – Höfuðljós til að nota við skurðaðgerðir á skurðstofu kvennadeildar. Verð 1.300.000 + vsk.

Október – vaginal probe fyrir ómskoðunartæki, beiðni frá KJ yfirlækni kvenlækninga. Ómhaus sérstaklega fyrir konur með þvagleka og blöðrutengd vandamál. 1.148.602 krónur

Október – Umsókn frá Helgu Sigurðardóttur, deildarstjóra á meðgöngu- og sængurkvennadeild 22A. Sótt er um styrk til kaupa á vinnuvagni og vinnustól/hnakkstól til að hafa á skoðunarherbergi deildarinnar. Verð 366.400 kr. með vsk skv. tilboði frá Eirberg eða u.þ.b. 276.630 kr. án vsk. Beiðni samþykkt.                      

Október – Rúm og dýnur skv.. beiðni frá Hrund magnúsdóttur, deildarstjóra kvenlækningadeildar.

Rúmdýnum – 5stk af gerðinni Optimal 5zon dýna 80x200x14cm áætlað verð um 340.000 kr. með vsk skv. tilboði frá Fastus

Proton Eva sjúkraúm (2stk) án dýna – áætlað verð á stk. er um 625.000 kr. með vsk. Alls 1.250.000 kr. með vsk skv. tilboð frá Eirberg

Skápúðar 2 pör – áætlað verð á pari 18.000 kr. með vsk. Alls 36.000 kr. með vsk skv. tilboði frá Fastus

Cirrus loftdýna – verð 520.000 kr. með vsk skv. tilboði frá Fastus

Alls um 2.146.000 kr. með vsk eða um 1.620.230 kr. án vsk.

Samtals úthlutað árið 2013 = 16.045.394 kr

Úthlutanir 2012

Beiðni frá Jóni Hilmari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Kvenna- og barnasviðs um kaup á ómtæki. Andvirði 5,2 miljónir, til nota á 21AM
Tækið er sömu tegundar og gefið var í landssöfnun Lífs

Beiðni frá fyrra ári, frá Hrund Magnúsdóttur, deildarstjóra 21A, kvenlækningadeildar afgreidd, en Líf gaf ýmis tæki á deildina skv. beiðni en súrefnismettunarmælir hafði orðið „útundan“ að andvirði 35.000 krónur og var samþykktur.

Beiðni frá Helgu Sigurðardóttur, deildarstjóra meðgöngu og sængurkvennadeildar um vatnstank sem afgreiðir bæði kranavatn og sódavatn, til að hafa á gangi deildarinnar. Verð 230.000 með vsk. Samþykkt.

Beiðni frá Ragnheiði S. Einarsdóttur, yfirsjúkraþjálfara Landspítalans um kaup á púða til að nota við nudd á þunguðum konum.
Áætlað verð 150.000, reyndist 50.000! Samþykkt og afhent

Beiðni frá frá Hrund Magnúsdóttur, deildarstjóra 21A, kvenlækningadeildar um kaup á blóðþrýstings – og lífsmarkamæli að upphæð 640.000 krónur.
Eftir að verðið hafði náðst niður var beiðnin samþykkt, áætlað verð 500.000, reyndist 477.000.

Umsókn frá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur, deildarstjóra fæðingadeildar 23A um kaup á sófa að verðmæti 330.000 kr. án vsk. Sófinn verður staðsettur í nýrri setustofu/býtibúri sem þjónar starfsfólki og skjólstæðingum/aðstandendum fæðingadeildar. Samþykkt og afhent.

Beiðni frá starfsfólki Kvenlækningadeildar, 21A um kaup á 2 loftdýnum sem notaðar eru fyrir krabbameinssjúklinga. Dýnurnar kosta 520.000 og 414.000 án vsk. Einnig var óskað eftir Veinlite, sem er sérstakt ljós sem notað er við uppsetningu æðaleggja hjá sjúklingum með fíngerðar/erfiðar æðar. Verð 28.000 án vsk. Samþykkt. Ókomnar þegar þetta er ritað.

Beiðni frá Guðrúnu I. Gunnlaugsdóttur, deildarstjóra í Hreiðri um kaup á 2 vatnsheldum Doptonum. Verð 107.000 án vsk. Samþykkt og afhent.

 

Úthlutanir 2011

Mánuður Hvað Fyrir hverja Upphæð
Janúar Helm. Kviðsjá skurðstofu Kvennadeildar 4,000,000
Apríl Lágorku laser Sjúkraþjálfarar 600,000
sófi lágt borð Viðtals herb félagsráðgj. 168,100
Maí Þjálfurnard. v/axlarklemmu Fæðingadeild 1,150,000
Höfuðljós skurðaðgerðir skurðstofu Kvennadeildar 1,300,000
Júní 5xrúmd./2xsjúkrarúm/2xskápúðar/loftdýna Kvennl.deild 2,146,000
Sept Vinnuvagn og stóll Sængurkv.deild 366,400
Okt probe sónartæki 11A 1,431,694
 Samtals 11,162,194

 

utreglur

Líf styrktarfélag

 1. gr. Hlutverk Lífs styrktarfélags

Tilgangur Lífs styrktarfélags er að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.

 1. gr. Úthlutanir

Stjórn félagsins úthlutar styrkjum til eftirtalinna verkefna:

 • Umbóta á aðstöðu, aðbúnaði og þjónustu við konur og aðstandendur þeirra.
 • Tækjakaupa fyrir Kvennadeild Landspítalans.
 • Annarra verkefna sem úthlutunarnefnd félagsins metur styrkhæf.

Við mat á umsóknum er ávallt gengið úr skugga um að umbætur séu með langtímamarkmið í huga. Úthlutunarnefnd getur fengið umsögn fagaðila, telji hún þess þörf.

 1. gr. Umsóknarferli

Starfsmenn og velunnarar kvennadeildar geta sótt um styrki til tækjakaupa eða verkefna í þágu kvennadeildar með bréfi til úthlutunarnefndar.

Umsóknir skulu sendar á styrkur@gefdulif.is

Úthlutunarnefnd fjallar um styrkbeiðnir og afgreiðir tillögur til stjórnar sem tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu.

Öllum umsóknum verður svarað.

 1. gr. Almennt um umsóknir.

Styrkumsóknir eru að jafnaði afgreiddar jafnóðum, þó ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti.

Lágmarksstyrkur er að jafnaði 50.000 krónur.
Umsóknir skulu bera greinilega með sér til hvers og hvernig umsækjandi hyggst nýta styrkinn. Þeim skulu fylgja eftirtalin gögn og upplýsingar eftir því sem við á:

 1. Upplýsingar um umsækjanda/umsækjendur.
 2. Rökstuðningur fyrir verkefninu og nauðsyn þess
 3. Nákvæm lýsing á verkefninu ásamt tíma- og kostnaðaráætlun, eftir því sem við á.
 1. gr. Eftirlit stjórnar félagsins

Stjórn félagsins hefur eftirlit með því að styrkir séu notaðir til þess sem getið var í umsóknum.

Styrkþegum er skylt að kynna fulltrúa stjórnar stöðu verksins, sé þess óskað og afhenda stjórninni umbeðin gögn henni að kostnaðarlausu.

Stjórnin getur óskað eftir áfangaskýrslum, ef þurfa þykir. Hægt er að svipta umsækjanda styrk telji stjórnin að verkið sé ekki unnið í samræmi við umsókn og innsend gögn.
Að verkefni loknu skal kynna árangur og niðurstöður fyrir úthlutunarnefnd og stjórn með skriflegri skýrslu.

Heimilt er að vísa umsóknum frá, ef misbrestur hefur orðið á skilum umsækjenda vegna fyrri styrkveitinga.

 1. gr. Gildistaka.

Úthlutunarreglur þessar taka þegar gildi.
Stjórn Lífs styrktarfélags

18.4.2011