vilborgÞað kom ung kona að máli við félagið og sagðist ætla að ganga á Suðurpólinn eins síns liðs og að hana langaði til að láta gott af sér leiða í leiðinni. Það óraði engann það sem á eftir kom. Þessi unga óþekkta kona átti eftir að heilla alla upp úr skónum með elju sinni og áræðni.

Ákveðið var að allur ágóði af söfnunni væri helgaður Kvennlækningadeild. Þetta var ótrúlegt ævintýri að fylgjast með og alveg ómetanlegt fyrir félagið að fá þessa frábæru konu með okkur í lið.  Þjóðin stóð á öndinni að fylgjast með henni renna í hlað á sjálfan Suðurpólinn eins síns liðs.

Eftir heimkomuna hélt hún áfram að safna peningum fyrir félagið þar sem hún hélt fyrirlestra út um allt land og allir vildu taka þátt í ævintýrinu með henni.

Í þakklætis skyni fyrir hennar framlag til félagsins héldum við veglega mótttökuathöfn í Hörpunni þar sem forseti Íslands og hans frú, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og borgarstjórinn komu til að taka á móti henni. Ríksisstjórnin tilkynnti einnig sérstakt 2 milljóna framlag til söfnunarinnar í tilefni af afreki hennar. Einnig gafst fólki kostur á að skoða tjaldið hennar og allan búnað sem hún hafði haft meðferðis í ferðina.

Stofnuð var sérstök síða um leiðangurinn þar sem Vilborg setti reglulega inn fréttir af sér frá leiðangrinum. www.lifsspor.is villa

Í heildina safnaði Vilborg heilum 35 milljónum.