Mikill velvilji í garð kvennadeildar LSH

Yfir 65 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni GEFÐU LÍF til styrktar Kvennadeild Landspítalans sem fram fór í beinni útsendingu á Stöð 2 föstudagskvöld 4. mars. Það var Líf styrktarfélag sem stóð fyrir söfnuninni.

Margir komu að gerð þátttarins og lögðu sitt af mörkum í aðdraganda söfnunnarinnar sem hófst þann 16. febrúar. Viljum við nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að þættinum fyrir ómetanlegt framlag, ánægjulegt samstarf og frábæra samveru.

Landsöfnunin markar upphaf fyrir styrktarfélagið Líf sem vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra.

Flest börn á Íslandi fæðast á kvennadeild LSH og nánast hver einasta kona á landinu, og þar með hver fjölskylda, þarfnast þjónustu kvennadeildar einhvern tímann á ævinni.

Kvennadeildin er nú illa búin tækjum auk þess sem húsnæðið er orðið gamalt og þarfnast endurnýjunar. Hugmyndin er að nýta söfnunarféð til endurnýjunar með það að markmiði að nútímavæða deildina og tryggja að konum og börnum séu búnar bestu hugsanlegar aðstæður til að fæðast, dafna og þrífast í lífinu.

Landsmenn fá bestu þakkir fyrir sýndan samhug og velvilja.

gefdulif-opna