Safnanir

Líf styrktarfélag hefur staðið fyrir margvíslegum söfnunum og leitast við að fara
troðnar jafnt sem ótroðnar slóðir í þeim efnum. Þessa dagana undirbýr  fjallagarpurinn John Snorri ferð sína upp eitt erfiðasta fjall heims eða K2. Hann hefur nú þegar hafið undirbúning og gekk á fjórða hæsta fjall heims um miðjan maí sl. og varð þar með fyrsti Íslendingurinn að klífa það fjall.

John Snorri er fimm barna faðir og þekkir því vel til á Kvennadeild Landspítalans. John Snorri ákvað að heita á Líf á sama tíma og hann freistar þess að komast á toppinn á K2. Við hjá Líf fögnum því og ætlum að fylgja honum eftir og safna um leið peningum fyrir félagið og ekki síður að vekja athygli á starfi Lífs. Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram mun fylgja John Snorra eftir og útkoman verður alþjóðleg heimildarkvikmynd.

Þeir sem vilja vera með okkur í þessu ferðalagi geta fylgst með á heimasíðu Lífsspor.is og á facebooksíðu verkefnisins. 

Aðrar safnanir
Við byrjuðum leikinn með landssöfnun í sjónvarpi sem tókst vonum framar.  En svo höfum við staðið fyrir bingóum, barnavörubasar og útgáfum af ýmsu tagi.

Eins hafa velunnarar félagsins komið af stað viðburðum til styrktar félaginu, þar má nefna Lífstölt Harðarkvenna í Mosfellsbæ, ótrúlegt afrek Vilborgar Örnu sem gekk á Suðupólinn 2012 til styrktar félagsins, Crossfit áskoranir og styrktarleikur Vals og Fram í handbolta kvenna og nú síðast ganga John Snorra upp á K2 sumarið 2017 svo eitthvað sé nefnt.

Hafir þú hugmynd að góðir fjáröflunarleið fyrir félagið að þá erum við alltaf opin fyrir hugmyndum, sendu okkur línu á lif@gefdulif.is

SLÁÐU INN UPPHÆÐ OG SMELLTU Á GREIÐA TIL AÐ STYRKJA LÍF