Guðmundur Hafþórsson lauk 24 stunda sundi sínu kl 11 þann 28. júní. Mikill fjöldi fólks safnaðist sama í og við laugina til að samgleðjast honum að sundi loknu. Jón Margeir margfaldur heimsmeistari í sundi synti með honum síðustu 3 tímana. Það var mikil stemming og samhugur í hópnum. Líf efndi til góðgerðar grills fyrir utan Ásgarðslaugina í Garðabæ.
Til hamingju Gummi og takk fyrir okkur.