Skurðmeðferð við brjóstakrabbameini á Íslandi – sagan, nútíminn og framtíðarsýn

Fundaröð um heilsu kvenna í tilefni af landssöfnun fyrir Kvennadeild Landspítalans

Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH), stendur fyrir röð hádegisfyrirlestra i Háskólanum í Reykjavík (HR), um málefni sem tengjast heilsu kvenna.

Næsti fundur verður miðvikudaginn 2.mars kl.12.00. Fyrirlestrarnir eru liður í undirbúningi fyrir fjársöfnun Lífs fyrir kvennadeildina, sem haldin verður á landsvísu – og lýkur með glæsilegum söfnunarþætti á Stöð 2 þann 4.mars. Fundirnir eru opnir öllum almenningi sem er hvattur til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi um heilsufar kvenna.

Á sama tíma og nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi hefur aukist, hafa horfur þeirra sem greinast með sjúkdóminn batnað til muna. Í dag læknast meirihluti nýgreindra brjóstakrabbameinssjúklinga og gegna sérhæfðar skurðaðgerðir mikilvægu hlutverki í meðferðinni. Talsverðar nýjungar í skurðmeðferð við brjóstakrabbameini hafa átt sér stað á Landspítala á undanförnum árum og er ætlunin að fjalla um  þessar nýjungar á fræðslufundinum á miðvikudag.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

12.00-12.30 Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir, fjallar um sögu og þróun brjóstaskurðlækninga á Íslandi

12.30 – 13:00  Kristján Skúli Ásgeirsson, skurðlæknir, fjallar um brjóstaskurðlækningar í dag og framtíðarsýn

Fundarstjóri: Kristín Jónsdóttir, fæðinga-og kvensjúkdómalæknir

Upplýsingar og skráning: http://www.opnihaskolinn.is/namskeid/eventnr/294

Actavis gefur Líf og kynnir fræðslufundi Lífs 16. febrúar og 2. mars kl. 12-13.